Blik – Tetralogy

Blik – Tetralogy
Videó innsetning í fjórum hlutum sýnd á vídeóvegg,
h. 310 cm, br. 175 cm.
Video 10-16 mín. hljóð.
Gestamóttaka Icelandair Hotel Reykjavík Natura

Listamaðurinn sækir innblástur í náttúru Íslands, í landið sjálft, sem hefur fóstrað hana. Verkið tjáir næma athugun á undrum landsins og náttúrunnar, og speglar innsýn og hughrif listamannsins.
Í verkinu blika andartök síbreytilegs landslags, lifandi náttúru, uppsprettu tilveru okkar.

Hver kafli verksins fyrir sig speglar ákveðinn þátt náttúnnar og náttúruaflanna.
Fyrsti kaflinn er Vatn, undirstaða alls lífs á jörðinn. Verkið veltir upp hinum mörgu flötum vatnsins bæði í frosnu og fljótandi formi.
Annar kaflinn Mosi dregur fram hógværar en þrautseigar plöntur landsins, plöntur sem finnast á hálendinu eða í hraungjótum, hina harðgeru landnema, sem festu rætur þar sem enginn annar gróður gat þrifist.

Blik – Tetralogy verður fullbúið árið 2014. Hver kafli verksins verður sýndur samfellt í nokkra mánuði, allan sólarhringinn.
Fyrsti hlutinn, Vatn, var frumsýndur þegar hótelið var opnað eftir gagngera endurnýjun árið 2011. Annar hlutinn, Mosi, var frumsýndur 13. júní 2013.

Blik II, kvikmyndataka og klipping; María Rún Jóhannsdóttir, Rúrí, hljóðvinnsla; Bjarki Jóhannsson, Rúrí