Regnbogi

Útilistaverk við flugstöðina í Keflavík.

Listaverkið sem er um 24 metra hátt er  gert úr ryðfríu stáli og steindu gleri. Það stendur á steinlögn úr stóreflis grágrýtishellum. Í rökkri er verkið lýst upp.
Verkið var reist árið 1991

Regnboginn er ófullgerður – Ég ímynda mér að einhvern tíma síðar meir, eftir svo sem eitthundrað eða þúsund ár verði þráðurinn tekinn upp aftur þar sem frá var horfið og smíðinni haldið áfram.

Verkið myndi teygja sig hærra og hærra upp í himininn, síðan niður á við aftur. Þar til að lokum að endinn snerti jörðu, og regnboginn væri fullgerður …


Samsettar myndirIMG_101310 Rainbow