Fimmtudaginn 29. mars kl. 17
Rúrí mun flytja myndbandsgjörninginn sem er nýjasta verkið í gjörningaröðinni Vocal, en það var frumflutt í Ars Electronica Center í Linz í Austurríki síðastliðið haust og vakti mikla athygli. Líta má á verkið sem einn allsherjar óð til náttúrunnar, vatnsins um alla jörð en verkið tekur um 10 mínútur í flutningi. Flutningur gjörningsins fer fram í sal 1 og eru gestir beðnir um að mæta tímanlega.
Rúrí áritar bóka sína, “RÚRÍ” að gjörningnum loknum. Fréttabréf Listasafns Íslands