Verkið vísar til fallvalts ástands vatnsbyrgða Jarðar, en það var samið sérstaklega fyrir flutning í Deep Space salnum í Ars Electronica Center í Linz, Austurríki.
Verkið er fjölrása video- innsetning og gjörningur með viðamikla hljóðmynd, þar sem listamaðurinn flytur frumsam- inn texta. Myndband af fossi fyllir vegg salarins, og á gólfið er varpað mynd sem sýnir yfirborð manngerðs lóns.
Orð fljóta eftir yfirborðinu, orð og setningar sem eru sótt í alþjóðlega umræðu á Netinu um vatn. Textinn sem er fenginn að láni frá nokkrum fræðimönnum varpar gagnrýnu ljósi á vatn og meðferð vatns. Hann dregur m.a. fram upplýsingar um afleiðngar sem risavaxnar stíflur hafa á náttúruna, upplýsingar sem iðulega koma ekki fram í umfjöllun fjölmiðla.
Verkið var sýnt á Ars Electronica Festival 2012 – The Big Picture.
Hvor myndvörðun fyrir sig er 1600 x 9000 cm að stærð.
Sjá einnig: Water Globe – Reflections
ljósmyndir: Marc Müehlberger