Rúrí, frumflutti umfangsmikinn gjörning í Norðurljósum í Hörpu 16. Maí 2015. Gjörningurinn Lindur – Vocal VII er saminn sérstaklega til flutnings í Norðurljósasal Hörpu fyrir Listahátíð í Reykjavík 2015. Undanfarin ár hefur Rúrí unnið listaverk þar sem fyrirbærið vatn og hinar margbreytilegu birtingarmyndir þess koma við sögu. Meðal þessara verka, sem hafa verið sýnd víða um heim, er gjörningaröðin Vocal.
Titill verksins Lindur – Vocal VII, vísar til uppsrettu og undirstöðu lífs á jörðu og til líðandi stundar, en vísar um leið til tjáningar lifandi vera og fyrirbæra.
Verkið er stórt í sniðum og í því renna saman innsetning, fjölrása myndband, frumsamið hljóðverk, hreyfing, texti og raddir. Myndbandshluti verksins er unninn í samstarfi við Maríu Rún, hljóðhluti verksins er unninn í samstarfi við Bjarka Jóhannsson.
Nýlókórinn, Hinn íslenski hljóðljóðakór, kemur fram við flutning gjörningsins ásamt listamanninum.
Tímalengd 30 mín.
Ljósmyndir: Einar Falur; mynd 1, 3 og 4, Golli; efsta mynd og nr 2