Hverfing / Shapeshifting, innsetningar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Hverfing/ Shape Shifting. Verksmiðjan Hjalteyri 3.  ágúst til 3. september,   2017 ATH  sýningartími hefur verið framlengdur til 10. september.   Samsýning íslenskra og bandarískra listamanna sem vinna með staðbundnar innsetningar og ávarpa umbreytingar á rými, formi og sjálfsvitund. Á íslensku þýðir orðið “umhverfing” allt í senn: Flóknar tilfærslur í umhverfi sem og stökkbreyting, snúningur, umsnúningur […]

Hverfing/ Shape Shifting. Verksmiðjan Hjalteyri
3. 
 ágúst til 3. september,   2017

ATH  sýningartími hefur verið framlengdur til 10. september.

 

Samsýning íslenskra og bandarískra listamanna sem vinna með staðbundnar innsetningar og ávarpa umbreytingar á rými, formi og sjálfsvitund. Á íslensku þýðir orðið “umhverfing” allt í senn: Flóknar tilfærslur í umhverfi sem og stökkbreyting, snúningur, umsnúningur og brotthvarf. Í enska orðinu “shapeshifting” er falin hugmyndin um myndbreytingu eða hamskipti, hvortveggja hugtök með goðsögulegar og ljóðrænar rætur sem liggja í gegnum mörg menningarskeið allt aftur til fornaldar. Verkin á sýningunni ávarpa öll þessi minni og setja í samhengi við ástand mála, þær hnattrænu umbreytingar í loftslagi og valdaþróun sem nú eiga sér stað.

 

Á sýningunni eru innsetningar sem listamennirnir vinna sérstaklega fyrir sýningarstaðinn. Listamennirnir sem sýna eru frá Bandaríkjunum og Íslandi, þeir eru: Anna Eyjólfsdóttir, Alex Czetwertynski, Deborah Butterfield, Emma Ulen-Klees, Gústav Geir Bollason, Hunter Buck, Jessica Stockholder, John Buck, Kristín Reynisdóttir, Mary Ellen Croteau, Pétur Thomsen, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí and  Þórdís Alda Sigurðardóttir.

Sýningarstjóri er Pari Stave frá New York

 

.

Grein eftir Auði Jónsdóttur, í Kjarnanum, Listbræðsla á Heimsenda