Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein?

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús 02.06.2018− 30.09.2018   Með listsköpun sinni hafa myndlistarmenn haft mótandi áhrif á tengsl manna við umhverfi sitt jafnframt því sem verk þeirra endurspegla tíðaranda og samfélagsþróun. Á sýningunni verður sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni. Sýningin er hluti af Listahátíð í […]

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
02.06.2018− 30.09.2018

 

Með listsköpun sinni hafa myndlistarmenn haft mótandi áhrif á tengsl manna við umhverfi sitt jafnframt því sem verk þeirra endurspegla tíðaranda og samfélagsþróun. Á sýningunni verður sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni.

Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2018.

 

Sýningin er þematísk samsýning með verkum íslenskra listamanna frá upphafi 20. aldar og til samtímans. Meðal Listamanna: Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Kristín Jónsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Anna Líndal, Ólafur Elíasson, Einar Falur Ingólfsson, Rúrí, Georg Guðni, Ragna Róbertsdóttir, Sigurður Guðjónsson

meira: