Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí verður gangsett að nýju í Grasagarðinum á sumardaginn fyrsta. Listasafn Reykjavíkur hefur tekið við umsjón verksins af Orkuveitu Reykjavíkur og er afar ánægjulegt að það verði gangsett að nýju eftir sex ára þögn.
Í tilefni af þessum áfanga býður Listasafn Reykjavíkur til viðbuðrar við verkið kl. 13.00 á sumardaginn fyrsta 25. apríl 2019.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri flytur ávarp og listamaðurinn Rúrí segir frá verkinu. Lúðraflokkur lýðveldisins sér um tónlistarflutning.
Allir velkomnir!
(Tilkynning frá Listasafni Reykjavíkur)