Núverandi stríðsátök í Úkraínu minna okkur enn og aftur óþyrmilega á möguleikann á að kjarnorkustyrjöld brjótist út. Tvö verk úr safni myndlistarmannsins Rúrí fjalla á áhrifamikinn hátt um þessi efni, og staðfesta hversu auðvelt er að glutra niður þeim framförum sem orðið hafa í átt að heimsfriði.
Safn var gert 1987, árið sem forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, og forseti Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachov, undirrituðu samning um afnám meðaldrægra kjarnorkuflauga (INF), en samningaviðræðurnar hófust í Reykjavík árið áður. Innsetningin samanstendur af 15 kistum sem í útliti líkjast kistum sem gjarnan má finna á heimilum fólks, og þá gjarnan notaðar sem hirslur fyrir tilfinningaleg og veraldleg verðmæti. Eins og nafn verksins gefur til kynna þá vísa kisturnar til sýningarkassa í söfnum þar sem hlutir sem hafa menningarlegt verðmæti eru geymdir, eða hafðir til sýnis til vitnis um vitsmunaleg, sköpunar eða söguleg afrek.
Í Safni Rúríar, samsafni af hlutum sem hún safnaði á tíu ára tímabili frá stöðum með sérstaka landfræðilega staðsetningu en ósértækir þar sem þeir eru valdir af handahófi, eru ekki hlutir sem hafa persónulegt, menningarlegt eða sögulegt mikilvægi, hlutirnir eru frekar til vitnis um venjulegan og hversdaglegan raunveruleika daglegs lífs.
Þessi sýning á nákvæmlega uppröðuðum hlutum – skjölum, klukkum, tækjum – býður okkur þegar upp er staðið að ímynda okkur að einhverjar verur, á einhverjum ótilteknum tíma í framtíð þar sem Jörðin er ekki lengur byggð af mönnum, virði fyrir sér þessar leifar og velti því fyrir sér hver við vorum.
Elegy (2000) er videóverk, skráning á ferð um Króatíu, Bosníu Herzegóvínu og Serbíu í byrjun árs 1998. Þegar myndavélin ferðast gegnum stræti og húsarústir sjást eingöngu afleiðingar stríðsátaka hvert sem litið er.
Sýningartími: 10 mín.
Myndataka og klipping: Rúrí og Kvik Kvikmyndagerð.
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson.
Á ferli sem spannar meira en fimm áratugi hefur Rúrí, einn virtasti listamaður Íslands, einbeitt sér að því að takast á við siðferðileg álitamál, tilvistarógn og um skort á mannúð, í verkum sem takast á við heimsvaldastefnu, kapítalisma, félagslegt óréttlæti og umhverfiseyðingu. Rúrí er meðal frumkvöðla í gjörningalist á Íslandi og hefur unnið með fjölmarga miðla, þar á meðal málun, skúlptúr, ritlist, ljósmyndun, kvikmyndir, margmiðlunarinnsetningar og gjörningalist. Byltingarkenndur gjörningur hennar Gullinn bíll (1974) var eitt af fyrstu listaverkunum á Íslandi sem flokkast geta sem pólitískur aktívismi. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 með verkinu Archive-Endangered Waters, gagnvirkri margmiðlunarinnsetningu sem samanstendur af myndum og hljóðum 52 fossa sem voru horfnir eða var ógnað af byggingu virkjana á hálendi Íslands. Fyrir verkið ávann hún sér alþjóðlegt lof.
Sýningarstjórinn Pari Stave er nýráðinn forstöðumaður Skaftfells Myndlistarmiðstöðvar Austurlands á Seyðisfirði. Hún var áður yfirmaður nútíma- og samtímalistadeildar Metropolitan Museum of Art í New York.
* Yfirskrift sýningarinnar er tilvísun í Völuspá
Innsetningarnar Future Cartography VIII, og Water Balance II, voru gerðar fyrir sýninguna Hverfing | Shapeshifting.
Future Cartography VIII samanstendur af þremur stórum teikningum listamannsins, eða landakortum, sem hver um sig er 250 cm á hæð, og allt að 410 cm á lengd. Hver teikning er hlutateikning eða hlutakort af landsvæði, nánar tiltekið þá sýna þau suð-austur strönd Miðjarðarhafsins, austurströnd Norður-Ameríku og suð-vestur strönd Íslands, eins og stranlínur þessara svæða gætu lituið úr ef að austur hella Suðurskauts íssins bráðnar. Við gerð kortanna styðst listamaðurinn við alþjóðlega kortagrunna, og upplýsingar vísindamanna.
Water Balance II: Glær glerílat af ýmsum stærðum og marvísleg að lögun standa í óreglulegri röð, og mynda slóð sem liðast eftir gólfi salarins. Í glerílátunum er mis mikið vatn. Hvert ílát táknar einstakling, og í heildina verður röðin táknmynd langrar göngu fólks á flótta. Vatn er eitt dýmætasta Each vessel represents an individual and the procession symbolizes the flight of refugees. Vatn er lífsnausyn.
Ljósmyndir eru eftir Pétur Thomsen
Verkið var flutt á þremur dögum, 19. til 21. október, á sýningunni Faculty of Action í Färgfabriken í in Stokkhólmi.
Eftir því sem líður á gjörninginn breytist innsetningin. Listamaðurinn rífur síðu eftir síðu úr stórum heimsatlas. Blaðsíurnar umbreytast þegar þær eru settar gegnum pappírstætara. Tættum síðunum er síðan komið fyrir í glærum sellofan umslögum, sem eru sett á karton með áletrun, með nákvæmlega sömu skilgreiningu og var á upprunalegu síðunum í atlasnum. Að því búnu voru síðurnar wettar upp á vegg.
Vídeóinnsetningin Flooding – Nature Lost / Sökkvun var frumsýnd í StartArt á Listahátíð í Reykjavík 2008. Nú hefur verið verið sett upp í stækkaðri útfærslu í Amos Anderson listasafninu í Helsinki.
Verkið hefur fimm videórásir, og er tveimur varpað á veggi salarins en þrjár eru sýndar á stórum flatskjám. Skjáirnir eru settir upp í þyrpingu úti á gólfinu og eru hver fyrir sig bornir uppi af timburverki.
Verkið sýnir þegar foss og fuglahreiður hverfa undir öldur hækkandi yfirborðs uppistöðulónsins sem gert var við Kárhnjúka.
Listaverkið er fjölrás videó innsetning með gagnvirku hljóði. Videómyndum er varpað á um fimm metra há gegnsæ tjöld, alls sex videómyndir.
Water Vocal – Endangered III var sýnt árið 2015 í Nordiska Akvarellmuseet í Tjörn í Svíþjóð
Myndefnið videóanna er fossarnir; Dettifoss, Selfoss, Töfrafoss og Urriðafoss, sem allir hafa verið í umræðunni undanfarin ár vegna áforma um virkjanir stórfljóta Íslands. Einn þessara foss, Töfrafoss er horfinn undir yfirborð Hálslóns við Kárahnjúka.
Videóverkið er 360 gráður, og áhorfandinn er umlukinn lifandi myndum af fossum, þar sem dunur fossanna fylla rýmið.
Verkið er 4,8 metra hátt og ca 12 x 12 metrar að grunnfleti.
Ljósmyndirnar eru frá sýningunni ‘Primary Force – Iceland in colour and water’ íNordiska Akvarellmuseet, sem er í sænska skerjagarðinum, Skärhamn, fyrir norðan Gautaborg.
Ljósmyndir úr sal: Kalle Sanner
Þar fyrir neðan eru rammar “stills” úr videó myndunum.
Rúrí, frumflutti umfangsmikinn gjörning í Norðurljósum í Hörpu 16. Maí 2015. Gjörningurinn Lindur – Vocal VII er saminn sérstaklega til flutnings í Norðurljósasal Hörpu fyrir Listahátíð í Reykjavík 2015. Undanfarin ár hefur Rúrí unnið listaverk þar sem fyrirbærið vatn og hinar margbreytilegu birtingarmyndir þess koma við sögu. Meðal þessara verka, sem hafa verið sýnd víða um heim, er gjörningaröðin Vocal.
Titill verksins Lindur – Vocal VII, vísar til uppsrettu og undirstöðu lífs á jörðu og til líðandi stundar, en vísar um leið til tjáningar lifandi vera og fyrirbæra.
Verkið er stórt í sniðum og í því renna saman innsetning, fjölrása myndband, frumsamið hljóðverk, hreyfing, texti og raddir. Myndbandshluti verksins er unninn í samstarfi við Maríu Rún, hljóðhluti verksins er unninn í samstarfi við Bjarka Jóhannsson.
Nýlókórinn, Hinn íslenski hljóðljóðakór, kemur fram við flutning gjörningsins ásamt listamanninum.
Tímalengd 30 mín.
Ljósmyndir: Einar Falur; mynd 1, 3 og 4, Golli; efsta mynd og nr 2
Verkið byggir á eldra verki Regnbogi-I sem var gjörningur og innsetning, gert árið 1983.
Regnbogi I var sett upp í náttúrunni í nágrenni Korpúlfsstaða, áður en byggð færðist þangað.
Regnbogi I-IV er prentað með stafrænni “archival” tækni á “archival” bómullarpappír.
Stærð verks er 120 x 124 cm.
Verkið vísar til fallvalts ástands vatnsbyrgða Jarðar, en það var samið sérstaklega fyrir flutning í Deep Space salnum í Ars Electronica Center í Linz, Austurríki.
Verkið er fjölrása video- innsetning og gjörningur með viðamikla hljóðmynd, þar sem listamaðurinn flytur frumsam- inn texta. Myndband af fossi fyllir vegg salarins, og á gólfið er varpað mynd sem sýnir yfirborð manngerðs lóns.
Orð fljóta eftir yfirborðinu, orð og setningar sem eru sótt í alþjóðlega umræðu á Netinu um vatn. Textinn sem er fenginn að láni frá nokkrum fræðimönnum varpar gagnrýnu ljósi á vatn og meðferð vatns. Hann dregur m.a. fram upplýsingar um afleiðngar sem risavaxnar stíflur hafa á náttúruna, upplýsingar sem iðulega koma ekki fram í umfjöllun fjölmiðla.
Verkið var sýnt á Ars Electronica Festival 2012 – The Big Picture.
Hvor myndvörðun fyrir sig er 1600 x 9000 cm að stærð.
Sjá einnig: Water Globe – Reflections
ljósmyndir: Marc Müehlberger
The tradition of making geographical maps dates back thousands of years. We map regions of the Earth in order to pass on information on the region, for navigation of the region or to study changes in a region, etc. In short, mapping is a method to document spatial /geographical information that we possess. The Future Cartography is based on this long tradition of map making.
Future Cartography III is a study of the future shorelines of the countries of Earth. In the work two landmasses in the region of the Atlantic Ocean were selected as subjects for the study: North America and Iceland. The changes of the shorelines from present time to this future state are based on calculations of the mass of water that will be released during the predicted decline and total melting of the East Antarctic ice sheet.
The calculations are based on information from international datasets. In these maps the zero topological line is set at the present sea level, and other topological lines marked in accordance with that.
The data sets used here are in the public domain and are derivatives of satellite data. In these maps data from the ASTER GDEM Dataset, which is a product of the National Aviation and Space Administration (NASA) and the Japanese Space Authority (METI), are used. In Addition data From the Marine Geoscience Data System is used as well as data from open sources.
Geographical data:
Gunnlaugur M. Einarsson, Geographer
Installation view; Due North, The Ice Box, Philadelphia, 2014
Listaverkið Future Cartography er innsetning. Þrjár risastórar teikningar eru burðarás verksins. Þetta eru landakort, sem listamaðurinn hefur teiknað af ítrustu nákvæmni, en eru þó all frábrugðin þeim sem við eigum að venjast. Efnistökin eru önnur, sýna ekki strandlínur eins og við þekkjum þær í dag.
Í samvinnu við Gunnlaug M. Einarsson landfræðing, hefur hún teiknað upp landakort sem byggja á vísindalegum grunni hnattrænnar landafræði, en varða jafnframt framtíð jarðar, og taka mið af spám um yfirvofandi breytingar á lögun landa í kjölfar hnattrænnar hlýnunar.
Í listaverkinu er skoðað hvernig útlínur og strendur landa verði ef austur íshella Suðurpólsins bráðnar að fullu.
Við lifum í síbreytilegri náttúru jarðar. Það eru ekki bara hinar taktvissu árstíðabylgjur sem setja mark sitt á umhverfið. Náttúruhamfarir geta raskað jafnvægi náttúrunnar, stundum orsaka þær smávægilegar breytingar og afleiðingarnar jafna sig út á tiltölulega skömmum tíma, árum eða áratugum.
En stundum verða afleiðingarnar meiri, jafnvel svo miklar að veðurfarslegt jafnvægi glatast og nýtt jafnvægi kemst ekki á fyrr en eftir margar aldir eða árþúsundir.
Jörðin hefur gengið í gegnum mörg slík röskunarskeið á sinni milljóna ára ævi. En nú stöndum við frammi fyrir því í fyrsta sinn að slíkar hamfarir séu hugsanlega yfirvofandi – af mannavöldum.
Samstarfsmaður við útfærslu kortanna er María Rún Jóhannsdóttir
Kortin eru 240 cm á hæð.
ljósmynd 1 og 4; María Rún Jóhannsdóttir
ljósmynd 2 og 3; Pétur Thomsen
ljósmynd 5 frá sýningu verksins í Oulu Art Museum, 2013, ljósmyndari LR
In 2008 Rúrí took part in an exhibition in Akureyri in the shadow of the economic collapse which took place that year—and which may partly be ascribed to the economic expansion which arose from the Kárahnjúkar hydro-electric plant. She showed Tortími/Termining (both Icelandic and English words are coined by her). The Icelandic title is a punning conflation of tími (time) and tortíming (destruction), with connotations of hard times and destruction. The piece is a mechanical construction which may be seen as symbolizing the way that modern technology shackles nature. Inside the mechanism is a strip of paper seven meters long on which is a picture of Töfrafoss (“Magical Falls”), one of the waterfalls which vanished when land in the uplands was submerged by a reservoir for the Kárahnjúkar hydro plant. When someone approached the piece, sensors activated the machine, the strip of paper rolled downwards into a shredder, and the shredded remains of the waterfall were caught in a transparent plexiglas box. The movements of the mechanism were random, so it was impossible to tell whether the machine would be activated, and how much of the waterfall would be shredded. Hence the observer could not tell what the consequences might be of approaching and looking at the work.
Gunnar J. Árnason
úrdráttur úr TIME eftir Gunnar J. Árnason, bls 38, í bókinni RÚRÍ, ritstjórn Christian Schoen, útgefandi Hatje Cantz, 2011:
Ljósmyndun: Pétur Thomsen
Stór yfirlitssýning á verkum Rúrí var opnuð í Listasafni Íslands 3. mars 2012 og lauk henni 6. maí. Sýningarstjóri: Christian Schoen
Sýningin var sett upp í öllum sýnirýmum safnsins, en jafnframt var einn hluti hennar settur upp í “Kubbnum” sýningarsal Listaháskóla Íslands.
Salur 4 er tileinkaður verkum listamannsins sem tengjast vatni og náttúrunni, meðal annars fjöltækni innsetningunni Archive Endangered Waters (2003), og Tortíma (2008). Þessi hluti sýningarinn stóð áfram til ársloka, og þá sem sjálfstæð einkasýning undir heitinu Hættumörk.
Nokkur verk frá fyrstu árum listamannsins á áttunda og níunda tug síðustu aldar voru sýnd í sal 2.
Í sal 1 voru sett upp verk frá Afstæðis tímabili listamannsins, á tíunda áratugnum, ásamt conceptual verum frá upphafi áttunda áratugarins.
Video frá sýningunni í sal 3 sýnir innsetningu með efnislegum hlutum gjörningsins Tileinkun (2006) ásamt myndbandshluta verksins.
Video sýningunni í sal 2: nokkur verk frá sjöunda- og áttunda áratugnum og fram á þann tíunda. Meðal annars ljósmyndaseríur frá gjörningum og ein fyrsta innsetning listamannsins.
meira myndefni verður senn bætt við
videó og ljósmyndir: María Rún Jóhannsdóttir
Water Globe – Endangered Waters The Earth is one globe, – and all its water circulates around the globe. Water flows from springs, or it trickles as ice-melt from mountain-tops, in small streams that meet other streams down hill and join these and eventually they form rivers, small or large, that flow over long distances until they open into the ocean. In turn the surface water of the oceans evaporates and forms fog or clouds. The clouds float on the winds around the globe, until they give up their vapour in the form of rain or snowfall, some of it feeding icecaps and glaciers.
Since 1998 many of my works are dedicated to water. In many of these I bring the focus onto waterfalls, as they are a mighty expression of the water element. I also choose to work with the water in my immediate surroundings, that is, in the country where I live, Iceland, a country that is surrounded by the ocean. Which ocean, some might ask, but how do we divide the global ocean into several adjoining bodies of water called oceans? Where does one ocean end and another begin, – what could be the boundaries of such vast water bodies?
And that leads to the question; why is man so obsessed with creating boundaries? Why should we create boundaries that crisscross the entire surface of the globe? Names of places like; Provence, Giza, Machu Picchu, Burundi, Ghana, Timor, Germany or Canada, were these names given to separate people? Or were they given to illustrate geographical location of places?
Water cannot be “national” in essence: It is global. The same applies to my works, even though the water is photographed in one country, the essence of the works is global.
The works often bear titles referring to danger, or endangered waters. Some are large-scale video installations with audio, and some are interactive. Others are photographic installations, or video-performances with audio.
Vocal VI is the most recent of these. Vocal refers to the voice of the waterfall – a mighty waterfall has a mighty awe-inspiring voice. But if the water flow dwindles or the water disappears that voice will die.
Rúrí
Verkið er tileinkað minningu þeirra stúlkna og kvenna sem voru líflátnar þar á 17. og 18. öld fyrir þær sakir að verða þungaðar og ala börn utan hjónabands.
Verkið var flutt í og við Drekkingarhyl á Þingvöllum 5. september 2006 í tengslum við sýninguna Mega vott. Gjörningurinn tók 90 mínútur í flutningi.
Flytjendur gjörnings: Rúrí, Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Hye Joung Park, Karl Gunnarsson, Karl Bergmann Ómarsson, Einar Sæmundsen, Friðrik Örn Hjaltested, Friðþjófur Helgason, Páll Steingrímsson, Ragnar Axelsson.
Ljósmyndir: Friðrik Örn Hjaltested.
Úr loftinu hanga strimlar gerðir úr margvíslegum pappír. Megnið af pappírnum í verkinu er fundið efni, og endurnotað, svo sem áprentaður umbúðapappír, blaðsíður úr tímaritum og dagblöðum, límmiðar, auglýsingar, pappírsþurrkur, gataður tölvupappír og svo framvegis. Mynd úr skógi er varpað á bakhlið þunnrar pappírslengju.
Jafnvægi er undirstaða listaverksins. Tíu metra langur jafnvægisás er festur í grind framan við bergvegginn. Þegar er logn er listaverkið í fullkomnu láréttu jafnvægi. En hinn minnsti blær truflar jafnvægið hinsvegar, og ásinn tekur að vagga fram og til baka. Hreyfing ássins er mjúk og svífandi vegna fíngerðs veltibúnaðar inni í verkinu. Smámsaman færist verkið aftur í jafnvægi.
videó: Páll Steingrímsson
Fjöltækni innsetning
Þrjár video rásir og hljóð. Video verkum var varpað á tvo skjái og þriðja videoinu var varpað á innri byggingu kirkjunnar.
Sýningarstjóri Serafine Lindemann/ artcircolo www.overtures.de
Útilistaverkið Kuopio Observatorium túlkar tímalengd fjögurra daga ársins í Kuopio yfir í efnislegt form. Dagarnir sem verkið sýnir eru jafndægur að vori, sumarsólstöður, jafndægur að hausti og vetrarsólstöður.
Verkið var gert fyrir sýninguna Experimental Environment, Kuopion Tienno 1995, Finnlandi. Hver súla er 200 cm á hæð.
Röð af ljósmyndum sýnir hvernig plöntur hafa vaxið af fræjum í mold í svartri öskju, og hafa síðan visnað. Knappur texti lýsir atburðarásinni. Í loki öskjunnar er fest “Sunlight”
Verkið var gert árið 1977.
Efniviður: tréaskja, mold, plöntur, sápustykki, texti og ljósmyndir undir gleri í ramma.
Stærð: 56 × 76.5 × 30 cm.
Regnboginn birtist fyrirvaralaust, varir í nokkur augnablik og hverfur jafn óvænt og hann birtist. Enginn getur höndlað hann eða nálgast hann. Samt sem áður hefur hann ómetanlegt gildi fyrir flesta sem sjá hann.
hæð regnboga 17 m.
tímalengd flutnings 20 mín.
Korpúlfsstaðir Reykjavík 25. ágúst 1983.
Eyjabakkagjörningur var saminn og fluttur til að vekja athygli á málefnum náttúrunnar og hálendisins þegar uppi voru áform um að reisa stíflu þvert fyrir minni Eyjabakka sem er einstakt vistkerfi á heimsvísu. Verkið vísar einnig til þess hve viðkvæmt jafnvægi náttúrunnar er á svo norðlægum slóðum, og að röskun þess getur haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar.
Fjöldi manns, vel á annað hundrað, víða af landinu lagði leið sína að Eyjabökkum til að flytja verkið. Flutninginn leiddu Harpa Arnardóttir og Rúrí. Þáttakendur söfnuðust við rætur Snæfells og báru þaðan blágrýtissteina og lögðu með jöfnu millibili á jörðina þar sem fyrirhugað var að hinn þriggja metra stífluveggur stæði, alla leið að Jökulsá í Fljótsdal. Steinarnir eru 68, í hvern þeirra er greypt eitt orð, til samans mynda þeir fyrsta erindi þjóðsöngs Íslendinga, Ó guð vors lands.
ljósmyndir: Guðmundur P. Ólafsson, Rúrí
Vönduð bók um listaverk Rúrí frá 1973 til dagsins í dag, gefin út af bókaforlaginu Hatje Cantz í Þýskalandi.
Ritstjóri: Christian Schoen
Höfundar texta: Laufey Helgadóttir, Dorothea van der Koelen, Halldór Björn Runólfsson, Christian Schoen og Gunnar J. Árnason. Tungumál: enska, 208 bls. 296 myndir, í hörðu bandi.
frekari upplýsingar Hatje Cantz
Hatje Cantz (Ostfildern) 2011 ISBN 978-3-7757-2995-6
Bókin sem kom út 1. október var kynnt á Bókamessunni í Frankfurt 11.-16. október, bæði í íslenska skálanum og af útgefandanum í þýska skálanum.
Bókin fæst hjá listasöfnum í Reykjavík.
Listaverkið var gert fyrir sýninguna Flyvende Beton sem haldin var í miðborg Kaupmannahafnar. Listaverkum sýningarinanr var komið fyrir á öllum helstu torgum borgarinnar.
Verkið var steypt í venjulega gráa steinsteypu. Hæð verks 4 metrar, grunnflötur 11 x 10 metrar. Því var komið fyrir á Kolatorginu í Kaupmannahöfn, sem tugir þúsunda fótgangandi vegfarenda eiga leið um á hverjum degi.
Við gerð og uppsetningu (staðsetningu) verksins var tekið sérstakt tillit til þessarar umferðar.
mynd fyrir ofan: Gullfoss II, yfirlitsmynd frá Limpide II, White Cube Gallery, Colette meets Comme des Garçons, Tokyo, 2004, ljósmynd: 181 × 111 × 11.5 cm, hljóðstandur 109 × 20 × 20 cm
mynd 2-3: gestir speglast í verkinu Skógarfoss, ljósmynd: 181 × 111 × 11.5 cm, Limpide II, 2004
mynd 3: yfirlitsmynd frá Central Exhibition-Guests of Honor “Stella Polaris”, Paris Photo—2006, Le Carrousel du Louvre, París.
til hægri; Skógafoss
mynd 4: Waterfall – Dynkur, Endangered, mynd frá Central Exhibition- Stella Polaris, París Photo—2006. Sería með 12 gegnsæjar ljósmyndir, 180 × 242 × 8.5 cm, hver eining: 56 × 56 × 8.5 cm
mynd 5-6: myndir frá Limpide I, art space Colette, París, 2004
til vinstri: Gullfoss I, ljósmynd 181 × 111 × 11.5 cm, hljóðstandur 109 × 20 × 20 cm
mynd 1: Twelve Metres (1991) fíber, kalk, tré, 139 × 186 × 4 cm
mynd 2: Four Metres (1992) blý, tré, járn, messing, 78 x 139 x 5 cm.
mynd 3: Fifty Metres (1992) blý, tré, járn, messing, 189 × 621 × 5 cm
mynd 4: Four Square Metres (1992) tré tommustokkar, kalk,tré, 120 × 510 × 10 cm
mynd 5: yfirlitsmynd frá sýningunni Relativity í Listasafni Reykjavíkur, 1992
ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónssson, Pétur Thomsen
Myndröð af fossum sem eru að hverfa í vrkjunarlón við Kárahnjúka og öðrum sem munu breytast stórlega.
ljósm: Stefán Þór Karlsson
efri mynd: Four Metres (1997), fíber
mynd 1: Three Metres (1997), fíber
mynd 2: Three Metres (1997), fíber
mynd 3: Nine Metres – Equilateral Triangle and the
Triangle Ten (1992), timbur og messing
mynd 4: One Cubic Metre (1994), fíber
mynd 5: Cubic Metre II og III (1996), fíber og basalt
ljósm: Pétur Thomsen, Sigurgeir Sigurjónsson, Guðmundur Ingólfsson
Sjálfs-ímynd III
Gjörningur í Henie Onstad Kunstsenter, Osló, Noregi, 1981
mynd 1
Performance fyrir tvo sem skilja ekki móðurmál hvors annars – Una performance para duas pessoas
Stichting de Appel, Amsterdam, myrkvaður salur, tveir einstaklingar; Rúrí og Flavio Pons, með bundið fyrir augu, hljóðnemar, hljóðkerfi, raddir. 1978
mynd 2
Málverk
Innsetning og gjörningur í sex hlutum. Timbur, strigi, olíulitir, acryl litir, gler, vatn, brauð, álegg og vín. Gallerie Kanal 2, Kaupmannahöfn 1979.
mynd 3
Gullinn Bíll
gjörninginn fluttu Rúrí, B. Gylfi Snorrason og óþekktir þátttakendur úr hópi áhorfanda, lengd um 60 min. Lækjartorg, Reykjavík, 1974.
mynd 1
Skúlptúr
Gjörningur í Gallerí SÚM, Reykjavík 1975
mynd 2
Tillaga um breytingu á íslenska þjóðbúningnum til að laga hann að nútíma þjóðfélagsháttum
Háskólabíó, 1. desember fagnaður stúdenta, 1974
mynd 3
mynd fyrir ofan: Endangered Waters, 2006, digital prent á gler 200 × 150 × 0.5 cm (breytilegt), Liget Galeria, Budapest, Ungverjalandi
mynd 1 og 2: Tileinkun – til Sigríðar í Brattholti, 2002, 9 mynda séría framkölluð á ljósmyndapappír á akrílgler grunni, 350 × 350 × 4 cm, 110 × 110 × 4 cm hver, Iðnskóli Hafnarfjarðar.
mynd 3: yfirlitsmynd frá sýningunni Tærleikar, Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs, 2006
mynd 4, efri til vinstri: Foss, 2004, gegnsæ ljósmynd (Lambda) í akrílgler umgjörð, 41 × 41 × 8 cm
mynd 4, neðri til vinstri: Foss, 2004, gegnsæ ljósmynd (Lambda) í akrílgler umgjörð, 41 × 41 × 8 cm
mynd 4, hægri: Skógarfoss, 2004, gegnsæ ljósmynd(Lambda) í akrílgler umgjörð, hljóðupptaka, geislaspilari, heyrnatól, ryðfrítt stál. Ljósmynd: 181 × 111 × 11.5 cm, hljóðstandur 109 × 20 × 20 cm
mynd 5: That day . . . , 2001, ljósmyndir, stafrænt prent, gler, tré, karton, 130 × 431.5 × 4 cm. Verkið var sýnt í CEAC-Chinese European Art Center, Xiamen, Kína
mynd 6: Tímans rás III, 2000, sería af 12 stafrænt prentuðum ljósmyndum, byggt á gömlum póstkortum, akrílgler, járn, 190 × 184 × 2 cm. Sýnt á Passage of Time II, í Galleria Becker, Jyveskyla, Finnlandi
Mynd fyrir ofan: yfirlitsmynd frá einkasýningu í Nýlistasafninu. 1982.
Mynd 1: Peace – (Handle With Care) (1981), gler og hvítt gler, sandblástur, járn. 40 × 50 × 8 cm
Mynd 2: Items (IV) (1981), sandblásið gler, stál. 150 × 120 × 2 cm
Mynd 3: Relativity (1982), gler, sandblástur, stál, járn. ca. 80 × 100 × 40 cm
Ljósmyndir, framkallaðar á ljósmyndapappír. Myndir af þessum níu fossum eru einnig meðal hinna fimmtíu og tveggja fossa-mynda í verkinu Archive – Endangered Waters (2003).
Sería með níu myndum af fossum (analog ljósmyndun).
Innrammaðar ljósmyndir, stærð verks: 175 × 175 × 4 cm.
Nafn listaverksins er Fyssa, sem er samstofna orðinu foss. Grunnhugmynd verksins er náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg.
Listaverkið stendur að hluta til upp úr yfirborði jarðar, að hluta til gengur það niður í jörðina og myndar gjá, og að hluta til breiðir það sig flatt á yfirborðinu. Það myndar línu í gegnum steinlögnina í garðinum sem gefur til kynna sprungustefnu jarðlaga á Íslandi.
Vatnsrennslið er síbreytilegt, líkt og í náttúrunni, þannig að ásýnd verksins breytist stöðugt. Hljóðið sem myndast þegar vatnið fellur í gjána er síbreytilegt vegna mismunandi þrýstings í vatnsbununum.
Listaverkið sem er um 24 metra hátt er gert úr ryðfríu stáli og steindu gleri. Það stendur á steinlögn úr stóreflis grágrýtishellum. Í rökkri er verkið lýst upp.
Verkið var reist árið 1991
Regnboginn er ófullgerður – Ég ímynda mér að einhvern tíma síðar meir, eftir svo sem eitthundrað eða þúsund ár verði þráðurinn tekinn upp aftur þar sem frá var horfið og smíðinni haldið áfram.
Verkið myndi teygja sig hærra og hærra upp í himininn, síðan niður á við aftur. Þar til að lokum að endinn snerti jörðu, og regnboginn væri fullgerður …
Verkið er samsett úr meðal annars kvikmyndainnsetningu með þremur kvikmyndum sýndum samtímis, spjaldskrá yfir 100.000 einstaklinga sem hafa týnst í stríðsátökum, ljósmynda innsetningu, silkiprentuðum stálpanelum, röð tölva, dagbókarbrotum og fleiru. Verkið byggir á efni sem sótt var til stríðshrjáðra svæða heimsins, m.a. fyrrum Júgóslavíu og Bosníu-Herzegovinu.
Glerregn er innsetningog var gert árið 1984. Verkið samanstendur af ríflega fimmhundruð oddlaga glereiningum sem hanga í þráðum niður úr loftinu. Hvert gler er handskorið og hefur hnífskarpar brúnir. Þegar gengið er nálægt verkinu fer loftið á hreyfingu og glerin taka að snúast á þráðunum, og myndast þá ótal speglanir í
glerflötunum.
Inn í verkið gengur mjór stígur eða göng. Engin gler hanga yfir þeim, þannig að óhætt er að ganga inn í verkið. En þegar gengið er inn sést ekki hvort göngin taka beygju og ná í gegnum verkið eða hvort þau enda í miðju verksins.
Glereiningarnar eru mis stórar allt frá því að vera 50 cm til 150 cm á lengd.
Göngin eru um það bil 70 cm á breidd
Stærð innsetningar 700 x 600 x 400 cm.
Sýningar: Rúrí, Kjarvalsstöðum, 1984 / Rúrí – Glerregn, Listasafn Íslands, 2001 / RETHINK Kakotopia / RETHINK – Contemporary Art & Climate Change, 2009. En sýningin var hluti listaprógramms loftslagsráðstefnunnar UN Global Climate Summit, COP 15, í Kaupmannahöfn 7.-18. desember 2009.
Verkið er gagnvirk innsetning með 52 ljósmyndum af fossum sem Rúrí hefur tekið ýmist af bökkum beljandi jökuláa eða tærra bergvatnsáa. Myndirnar eru framkallaðar á glæra filmu og er þeim komið fyrir milli tveggja glerja í sleða í stóru stálvirki, sem minnir á skjalasafn. Allar myndirnar eru merktar af vísindalegri nákvæmni, og þegar mynd er dregin út hvolfist hljóð fossins á myndinni yfir áhorfandann.
Listaverkið var unnið fyrir útilistaverkasafnið Creator Vesevo, sem er í Vesúvíusarþjóðgarðinum á Ítalíu. Heiti verksins er margrætt, en það mætti útleggja sem; Langlífa Jörð, eða sem Jörðin – undirstaða lífs.
Listaverkið er unnið í grágrýti (basalt) sem á uppruna sinn í iðrum eldfjallsins Vesúvíus, og hefur einhverntíma runnið úr gíg þess sem hraun.
Steinkringla er í sívökru jafnvægi – sem einn maður getur þó hæglega raskað. Kringlan hvílir á flötum steinpalli, en í hann eru greypt nöfn allra eldfjalla jarðar sem gosið hafa á sögulegum tíma.
Videó verk sem byggir á heimsókn til fyrrum Júgóslavíu, eða Bosníu Herzegovínu, Krótatíu og Serbíu í ársbyrjun 1998. Eftirleikur stríðsátaka er allt um kring þegar kvikmyndavélin ferðast um götur og rústir.
Myndataka og eftirvinnsla: Kvik ehf kvikmyndagerð
Músik: Hilmar Örn Hilmarsson
Fossaföll (2007) er gagnvirk fjöltækniinnsetning og var sýnt í fyrsta skipti á sýningunni Foss á Kjarvalsstöðum. Myndum frá þremur mikilfenglegum fossum er varpað á gegnsæja dúka. Dúkarnir sem eru fjögurra metra háir eru misbreiðir og mynda nokkurs konar völundarhús í rýminu. Með hreyfingu innan rýmisins hefur áhorfandinn áhrif á hljóð fossanna.
Uppistaða verksins er fimm rása videó sem sýna nokkra fossa, sem eiga hugsanlega í vændum að verða eyðilagðir, en einn þeirra er þegar horfinn.
rými: 420 × 1300 × 1300 cm
ljósmyndir: Friðrik Örn Hjaltested, Rúrí
videó: Páll Steingrímsson
Verkið sem er fjöltækni gjörningur og samanstendur af lagskiptum tjöldum, myndvörpun, þrumandi hljóði og rödd sem fer með texta. Verkið er tileinkað Töfrafossi, sem var að miklu leiti sokkinn í Kárahnjúkalón þegar verkið var flutt í Gallery Art On Armitage í Chicago ágúst árið 2007, í tengslum við sýninguna Endangered Waters. Samtímis felst í verkinu tilvísun til vaxandi vatnsskorts í hnattrænu tilliti.
ljósm: Mary Ellen Croteau
Verkið Flooding er fjölrása videó-innsetning með hljóði, sem var gert fyrir sýninguna Ars Electronica 2007 Festival í Linz í Austurríki.
Innsetningin sýnir m.a. Töfrafoss og gróðurvinjar umhverfis, sem á sama tíma og hátíðin stóð yfir í Austurríki voru að hverfa undir hækkandi yfirborð Hálslóns á hálendi Íslands.
Í verkinu skrásetur listamaðurinn með hjálp myndbanda og hljóðupptöku, og setur fram í innsetningu, hvernig hagsmunir iðnaðarins leiða af sér sökkvun einstaks hálendis-vistkerfis í heimalandi hennar, og valda þannig óafturkræfri eyðilegginu svæðisins. Þó að listamaðurinn beini linsu sinni að fossum í heimalandi sínu, Íslandi, þá er inntak verka hennar í senn staðbundið og hnattrænt. (Serafine Lindemann)
hlutar verksins eru unnir í samvinnu við Kvik ehf og Friðþjóf Helgason kvikmyndagerðarmann.
ljósm: Mila Pavan
Gjörningur saminn fyrir “Sequences 2008” þegar Rúri var heiðurslistamaður hátíðarinnar. Verkið vann hún í samvinnu við Jóhann Jóhannsson tónskáld. Þessi fjöltæknigjörningur, er sá viðamesti til þessa í Vocal seríunni (Endangered Waters) sem Rúrí hóf að vinna með árið 2005. Verkið samanstendur af stórri myndvörpun á þunn tjöld sem Stórar myndvarpanir á næfurþunn tjöld sem nær milli veggja salarins og annarri minn á hliðarvegg, listamenn sem flytja gjörninginn birtast á gólfi salarins og á svölum meðfram báðum langveggjum.
Flytjendur Jóhann Jóhannsson, hljómstjórn og gítar, Matthias Hemstock og Steingrímur Guðmundsson, ásláttur á hljóðinnsetningu, Pétur Hallgrímsson, Hilmar Jensson og S. Björn Blöndal á gítar, Guðmundur Vignir Karlsson á hljómborð og Nýlókórinn undir stjórn Harðar Bragasonar, röddun og hreyfingar, og Rúrí
kvikmyndun; Friðþjófur Helgason, Páll Steingrímsson og Rúrí
samsetning; Ó. Ragnar Halldórsson, Kvik kvikmyndagerð
lengd 39 min.
staður; Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Portið
ljósmynd; ©2008 Friðrik Örn Hjaltested
Hlið er minnisvarði um horfna og þá sem hvíla fjarri heimahögum. Hliðið stendur í miðju völundarhúss sem er mótað úr dökkum og ljósum graníthellum. Þegar rökkvar lýsist hliðið upp og 90 ljós kvikna umhverfis völdurhúsið.
Í verkinu Kona / Frelsi (1973) speglast þjóðfélagsleg samatíma-umræða á Íslandi.
Blönduð tækni, fundnir hlutir, verkið glataðist envar endurgert árið 2011.
Barbie dúkka, járn, bronze lakk
Stærð: 43 × 33 × 33 cm
Listamaðurinn sækir innblástur í náttúru Íslands, í landið sjálft, sem hefur fóstrað hana. Verkið tjáir næma athugun á undrum landsins og náttúrunnar, og speglar innsýn og hughrif listamannsins.
Í verkinu blika andartök síbreytilegs landslags, lifandi náttúru, uppsprettu tilveru okkar.
Hver kafli verksins fyrir sig speglar ákveðinn þátt náttúnnar og náttúruaflanna.
Fyrsti kaflinn er Vatn, undirstaða alls lífs á jörðinn. Verkið veltir upp hinum mörgu flötum vatnsins bæði í frosnu og fljótandi formi.
Annar kaflinn Mosi dregur fram hógværar en þrautseigar plöntur landsins, plöntur sem finnast á hálendinu eða í hraungjótum, hina harðgeru landnema, sem festu rætur þar sem enginn annar gróður gat þrifist.
Blik – Tetralogy verður fullbúið árið 2014. Hver kafli verksins verður sýndur samfellt í nokkra mánuði, allan sólarhringinn.
Fyrsti hlutinn, Vatn, var frumsýndur þegar hótelið var opnað eftir gagngera endurnýjun árið 2011. Annar hlutinn, Mosi, var frumsýndur 13. júní 2013.
Blik II, kvikmyndataka og klipping; María Rún Jóhannsdóttir, Rúrí, hljóðvinnsla; Bjarki Jóhannsson, Rúrí
Meginstoð verksins er stór myndbandsvörpun af fossum og rafmagnsvirkjum sem er varpað á gegnsæ tjöld sem ná þvert yfir miðskip kirkjunnar, og hljóverk, en jafnframt flytja tónskáldið og organistar tónverk sem Hilmar Örn Hilmarsson samdi sérstaklega fyrir þetta verk. Við flutning verksins nutu þau aðstoðar organistanna Hilmars Arnar Agnarssonar og Gerd Kötter, og sérstakur gesture var Markus Zahnhausen sem lék á blokkflautur. Mikilvægur þáttur í verkinu er að leikið era f fingrum fram innan þess ramma sem höfundar setja.
kvikmyndun; Friðþjófur Helgason, Páll Steingrímsson og Rúrí
samsetning; Ó. Ragnar Halldórsson, Kvik kvikmyndagerð
lengd 40 min.
staður; St Lukas Kirche, Munchen. Water Story Vocal – V and Changing Waters by Rúrí, St. Lukaskirche Munich, curator Serafine Lindemann/ artcircolo www.overtures.de, ljósmynd; Uta Kellermann, AVISIO picture & concept
Fjöltækni Innsetningin var vígð í Apríl 2009. Sjö tvíhliða LED skjáir standa á mótum Munchen-borgar og umhverfis hennar, þar sem er vinsælt útivistarsvæði, og áin Isar rennur hjá.
Samtímis rennur stöðugur straumur bíla hjá verkinu í átt til miðbæjarins. Þarna mætast þéttbýli og manngert umhverfi, og náttúran sjálf. En í verkinu AQUA – Silence mætast jafnframt náttúra og tækni. Hátækni díóðuskjáir og háþróuð forrit mæta frumkröftum jarðarinnar og fegurð vatnsins í hinum fjölbreytilegu birtingarmyndum þess, allt frá dropum til jökla.
Sjá hér: VIDEO frá vígslu verksins í Munchen, videó eftir Frank Sauer