Fossaföll / Water – Vocal Endangered

Fjölrása video innsetning

Fossaföll (2007)  er gagnvirk fjöltækniinnsetning og var sýnt í fyrsta skipti á sýningunni Foss á Kjarvalsstöðum. Myndum frá þremur mikilfenglegum fossum er varpað á gegnsæja dúka. Dúkarnir sem eru fjögurra metra háir eru misbreiðir og mynda nokkurs konar völundarhús í rýminu. Með hreyfingu innan rýmisins hefur áhorfandinn áhrif á hljóð fossanna.

Uppistaða verksins er fimm rása videó  sem sýna nokkra fossa, sem eiga hugsanlega í vændum að verða eyðilagðir, en einn þeirra er þegar horfinn.

rými: 420 × 1300 × 1300 cm
ljósmyndir: Friðrik Örn Hjaltested, Rúrí
videó: Páll Steingrímsson

Water_Voal_cWater_Vocal