Verkið er gagnvirk innsetning með 52 ljósmyndum af fossum sem Rúrí hefur tekið ýmist af bökkum beljandi jökuláa eða tærra bergvatnsáa. Myndirnar eru framkallaðar á glæra filmu og er þeim komið fyrir milli tveggja glerja í sleða í stóru stálvirki, sem minnir á skjalasafn. Allar myndirnar eru merktar af vísindalegri nákvæmni, og þegar mynd er dregin út hvolfist hljóð fossins á myndinni yfir áhorfandann.