Terra Vivax

Stærð verksins er
144 x 350 x 350 cm,
kringlan vegur um níu tonn.

Listaverkið var unnið fyrir útilistaverkasafnið Creator Vesevo, sem er í Vesúvíusarþjóðgarðinum á Ítalíu. Heiti verksins er margrætt, en það mætti útleggja sem; Langlífa Jörð, eða sem Jörðin – undirstaða lífs.
Listaverkið er unnið í grágrýti (basalt) sem á uppruna sinn í iðrum eldfjallsins Vesúvíus, og hefur einhverntíma runnið úr gíg þess sem hraun.
Steinkringla er í sívökru jafnvægi – sem einn maður getur þó hæglega raskað. Kringlan hvílir á flötum steinpalli, en í hann eru greypt nöfn allra eldfjalla jarðar sem gosið hafa á sögulegum tíma.


01_«Terra_vivax»