Stór yfirlitssýning á verkum Rúrí var opnuð í Listasafni Íslands 3. mars 2012 og lauk henni 6. maí. Sýningarstjóri: Christian Schoen
Sýningin var sett upp í öllum sýnirýmum safnsins, en jafnframt var einn hluti hennar settur upp í “Kubbnum” sýningarsal Listaháskóla Íslands.
Salur 4 er tileinkaður verkum listamannsins sem tengjast vatni og náttúrunni, meðal annars fjöltækni innsetningunni Archive Endangered Waters (2003), og Tortíma (2008). Þessi hluti sýningarinn stóð áfram til ársloka, og þá sem sjálfstæð einkasýning undir heitinu Hættumörk.
Nokkur verk frá fyrstu árum listamannsins á áttunda og níunda tug síðustu aldar voru sýnd í sal 2.
Í sal 1 voru sett upp verk frá Afstæðis tímabili listamannsins, á tíunda áratugnum, ásamt conceptual verum frá upphafi áttunda áratugarins.
Video frá sýningunni í sal 3 sýnir innsetningu með efnislegum hlutum gjörningsins Tileinkun (2006) ásamt myndbandshluta verksins.
Video sýningunni í sal 2: nokkur verk frá sjöunda- og áttunda áratugnum og fram á þann tíunda. Meðal annars ljósmyndaseríur frá gjörningum og ein fyrsta innsetning listamannsins.
meira myndefni verður senn bætt við
videó og ljósmyndir: María Rún Jóhannsdóttir