Umrót – Listasafn Árnesinga

Umrót – Íslensk myndlist um og eftir 1970 27. september – 14. desember 2014   UMRÓT er samstarfssýning með Listasafni Íslands, sú þriðja og síðasta af sýningarröð sem er ætlað að veita innsýn í ákveðin tímabil og kynna ríkjandi stefnur í íslenskri myndlist. Jafnframt er gestum, gjarnan skólahópum, boðin fræðsla og verkefni til þess að glíma […]

Umrót – Íslensk myndlist um og eftir 1970

27. september – 14. desember 2014

 

UMRÓT er samstarfssýning með Listasafni Íslands, sú þriðja og síðasta af sýningarröð sem er ætlað að veita innsýn í ákveðin tímabil og kynna ríkjandi stefnur í íslenskri myndlist. Jafnframt er gestum, gjarnan skólahópum, boðin fræðsla og verkefni til þess að glíma við og hafa gaman af. UMRÓT tekur til tímabilsins um og eftir 1970 sem einkenndist af umróti nýrra strauma þegar öflugir ungir listamenn fóru að vinna með ný viðfangsefni og nýja miðla. Á sýningunni eru m.a. verk eftir Erró, Dieter Roth, Rúrí, Hildi Hákonardóttur og 50 fleiri listamenn til viðbótar sem hafa ýmist unnið verk sín sem skúlptúra, málverk, grafík, vefnað, innsetningu, ljósmyndaverk, myndbandsverk og eða bókverk. Verkin koma öll úr safneign Listasafns Íslands utan tvö sem fengin eru hjá viðkomandi listamanni. Á sýningunni verður einnig hægt að fletta í gegnum fjölmargar dagblaðaumfjallanir sem koma tíðarandanum líka til skila.