GRÓÐUR JARÐAR OG HUGARFLUGS
Safnasafnið
Svalbarðseyri við Eyjafjörð
6. júní til 13. september 2020
Sýningin er í meginatriðum unnin úr safneign, í þeim tilgangi að kynna listaverk og gripi eftir sem flesta höfunda, hugmyndir þeirra, aðferðir og efnisval. Nokkrum var boðið að senda inn framlag. Sum verkin í eigninni eru þess eðlis að þau eiga varla erindi á sýningar nema ákveðið tema ríki því þau standa ekki sjálfstæð, en eðlilegt að gefa þeim tækifæri því stundum bera þau með sér eitthvað óvænt sem styður við áhrifaríkari verk.
Sýningarstjóri: Níels Hafstein
Á sýningunni eru 110 listaverk og gripir eftir 37 konur, 37 karla og 14 ókunna höfunda. Meðal verka er nýtt verk eftir Rúrí.