Eruð þið ánægð ef þið fáið að spyrja að einhverju?

Eruð þið ánægð ef þið fáið að spyrja að einhverju? Tengslamyndun milli austurs og norðurs Listasafn Árnesinga, Hveragerði 4. júní – 4. september 2022   Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnulistamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi. Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, m.a. fyrir […]

Eruð þið ánægð ef þið fáið að spyrja að einhverju?
Tengslamyndun milli austurs og norðurs

Listasafn Árnesinga, Hveragerði

4. júní – 4. september 2022

 

Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnulistamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi.

Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, m.a. fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við SÚM og listagalleríð að Suðurgötu 7. Þessi tvíhliða tilraun að auknum tengslum leiddi svo til fjörlegra samskipta og nokkurra sýninga ungverskra listamanna hér á landi.

 

Listamenn:  Eggert Pétursson, Endre Tot, Gábor Attalai, Géza Perneczky, Ingólfur Arnarsson, Kristján Guðmundsson, Rúrí, Sigurður Guðmundsson.

Sýningarstjóri: Zsóka Leposa, Aðstoðarsýningarstjóri: László Százados

 

Meira