Glerregn

Glerregn

Listaverkið samanstendur af ríflega 500 hnífskörpum glerjum sem hvert um sig endar í oddi. Hvert gler er 50 til 150 cm langt og hangir í glærum þræði. 1984.

Þegar gengið er nálægt verkinu fer loftið á hreyfingu og glerin taka að snúast á þráðunum, og myndast þá ótal speglanir í
glerflötunum. Inn í verkið gengur mjór stígur, um það bil 70 cm á breidd. Yfir honum eru engin gler þannig að hægt er að ganga inn í verkið. En þeger gengið er inn sést ekki hvort stígurinn tekur beygju og nær í gegnum verkið eða hvort hann endar í miðju verkinu.

Sýningar: Rúrí, Kjarvalsstöðum, 1984 / Rúrí – Glerregn, Listasafn Íslands, 2001 /  RETHINK Kakotopia / RETHINK – Contemporary Art & Climate Change, 2009. En sýningin var hluti listaprógramms  loftslagsráðstefnunnar UN Global Climate Summit, COP 15, í Kaupmannahöfn  7.-18. desember 2009.

Viðtal frá Rethink Kakotopia/RETHINK Contemporary Art & Climate Change Nikolaj, Copenhagen Contemporary.