Glerregn

Innsetning sem samanstendur af ríflega 500 hnífskörpum glerjum.

Glerregn er innsetningog var gert árið 1984. Verkið samanstendur af ríflega fimmhundruð oddlaga glereiningum sem hanga í þráðum niður úr loftinu. Hvert gler er handskorið og hefur hnífskarpar brúnir. Þegar gengið er nálægt verkinu fer loftið á hreyfingu og glerin taka að snúast á þráðunum, og myndast þá ótal speglanir í
glerflötunum.
Inn í verkið gengur mjór stígur eða göng. Engin gler hanga yfir þeim, þannig að óhætt er að ganga inn í verkið. En þegar gengið er inn sést ekki hvort göngin taka beygju og ná í gegnum verkið eða hvort þau enda í miðju verksins.

Glereiningarnar eru mis stórar allt frá því að vera 50 cm til 150 cm á lengd.
Göngin eru um það bil 70 cm á breidd
Stærð innsetningar  700 x 600 x 400 cm.

Sýningar: Rúrí, Kjarvalsstöðum, 1984 / Rúrí – Glerregn, Listasafn Íslands, 2001 /  RETHINK Kakotopia / RETHINK – Contemporary Art & Climate Change, 2009. En sýningin var hluti listaprógramms  loftslagsráðstefnunnar UN Global Climate Summit, COP 15, í Kaupmannahöfn  7.-18. desember 2009.

Viðtal frá Rethink Kakotopia/RETHINK Contemporary Art & Climate Change Nikolaj, Copenhagen Contemporary.

Ruri_Glassrain_35-LKI_l