Fjöltækni Innsetningin var vígð í Apríl 2009. Sjö tvíhliða LED skjáir standa á mótum Munchen-borgar og umhverfis hennar, þar sem er vinsælt útivistarsvæði, og áin Isar rennur hjá.
Samtímis rennur stöðugur straumur bíla hjá verkinu í átt til miðbæjarins. Þarna mætast þéttbýli og manngert umhverfi, og náttúran sjálf. En í verkinu AQUA – Silence mætast jafnframt náttúra og tækni. Hátækni díóðuskjáir og háþróuð forrit mæta frumkröftum jarðarinnar og fegurð vatnsins í hinum fjölbreytilegu birtingarmyndum þess, allt frá dropum til jökla.
Sjá hér: VIDEO frá vígslu verksins í Munchen, videó eftir Frank Sauer