Aqua Silence

Video verkið er sýnt á sjö LED skjáum fyrir framan höfuðstöðvar OSRAM í Munich. Eins og titillinn segir til um er verkið hljóðlaust – vatn myndað í sínum fjölmörgu formum, haföldur, fossar og jöklar.. Skilaboðin eru þó langt því frá hljóðlát en listamaðurinn skoðar í verkum sínum hið viðkvæma samspil náttúru og mannkyns.

Fjöltækni Innsetningin var vígð í Apríl 2009. Sjö tvíhliða LED skjáir standa á mótum Munchen-borgar og umhverfis hennar, þar sem er vinsælt útivistarsvæði, og áin Isar rennur hjá.
Samtímis rennur stöðugur straumur bíla hjá verkinu í átt til miðbæjarins. Þarna mætast þéttbýli og manngert umhverfi, og náttúran sjálf. En í verkinu AQUA – Silence mætast jafnframt náttúra og tækni. Hátækni díóðuskjáir og háþróuð forrit mæta frumkröftum jarðarinnar og fegurð vatnsins í hinum fjölbreytilegu birtingarmyndum þess, allt frá dropum til jökla.

Sjá hér: VIDEO frá vígslu verksins í Munchen, videó eftir Frank Sauer

_DSC0015hiRes.Stelen-Ruri-189-kleinRuri_Aqua-Silence_29Bs