Water Story og Vocal V

Gjörningurinn Vocal V er saminn í samstarfi við Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld fyrir flutning í St. Lukas Kirche í Munchen.

Meginstoð verksins er stór myndbandsvörpun af fossum og rafmagnsvirkjum sem er varpað á gegnsæ tjöld sem ná þvert yfir miðskip kirkjunnar, og hljóverk, en jafnframt flytja tónskáldið og organistar tónverk sem Hilmar Örn Hilmarsson samdi sérstaklega fyrir þetta verk. Við flutning verksins nutu þau aðstoðar organistanna Hilmars Arnar Agnarssonar og Gerd Kötter, og sérstakur gesture var Markus Zahnhausen sem lék á blokkflautur. Mikilvægur þáttur í verkinu er að leikið era f fingrum fram innan þess ramma sem höfundar setja.

kvikmyndun; Friðþjófur Helgason, Páll Steingrímsson og Rúrí
samsetning; Ó. Ragnar Halldórsson, Kvik kvikmyndagerð
lengd 40 min.
staður; St Lukas Kirche, Munchen. Water Story Vocal – V and Changing Waters by Rúrí, St. Lukaskirche Munich, curator Serafine Lindemann/ artcircolo www.overtures.de,  ljósmynd; Uta Kellermann, AVISIO picture & concept

Vocal-V_UK_1106_R-0442