Eyjabakka gjörningur

4. september, 1999
Gjörningur fluttur af hópi listamanna og fjölda áhugamanna um verndun náttúru Íslands. Staður: norðan Vatnajökuls, milli Snæfells og Eyjabkkavaðs.

Eyjabakkagjörningur var saminn og fluttur til að vekja athygli á málefnum náttúrunnar og hálendisins þegar uppi voru áform um að reisa stíflu þvert fyrir minni Eyjabakka sem er einstakt vistkerfi á heimsvísu. Verkið vísar einnig til þess hve viðkvæmt jafnvægi náttúrunnar er á svo norðlægum slóðum, og að röskun þess getur haft alvarlegar afleiðingar til framtíðar.

Fjöldi manns, vel á annað hundrað, víða af landinu lagði leið sína að Eyjabökkum til að flytja verkið. Flutninginn leiddu Harpa Arnardóttir og Rúrí. Þáttakendur söfnuðust við rætur Snæfells og báru þaðan blágrýtissteina og lögðu með jöfnu millibili á jörðina þar sem fyrirhugað var að hinn þriggja metra stífluveggur stæði, alla leið að Jökulsá í Fljótsdal. Steinarnir eru 68, í hvern þeirra er greypt eitt orð, til samans mynda þeir fyrsta erindi þjóðsöngs Íslendinga, Ó guð vors lands.

ljósmyndir: Guðmundur P. Ólafsson, Rúrí

O-first wordEyjabakkar_folkEyjabakkar_staekkad