Fyrirlestra- og viðburðaröðin Panora: Jonatan Habib Engqvist og Rúrí, 24. mars kl 13.00

Panora – List, náttúra og pólitík Laugardaginn 3. mars hefst fyrirlestra- og viðburðaröðin Panora – myndlist, pólitík, náttúra en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar dagana 2. mars – 6. maí. Á Panora verða fjölþætt tengsl myndlistar, náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti vakið almenning […]

Panora – List, náttúra og pólitík

Laugardaginn 3. mars hefst fyrirlestra- og viðburðaröðin Panora – myndlist, pólitík, náttúra en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar dagana 2. mars – 6. maí. Á Panora verða fjölþætt tengsl myndlistar, náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti vakið almenning til vitundar um umhverfismál og þá hvernig. Skoðuð verða ólík dæmi um hvernig myndlistarmenn hafa nálgast umhverfistengd málefni og munu þátttakendur m.a. lýsa hugmyndafræðinni í þeim verkum sem þeir hafa unnið sem tengjast náttúru og borgarskipulagi með einum eða öðrum hætti.

Þátttakendur á Panora koma frá Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Litháen. Flestir þeirra starfa sem myndlistarmenn en einnig er þar að finna sýningarstjóra og safnafræðing. Á heimasíðu verkefnisins www.panora.is má nálgast frekari upplýsingar um þátttakendur og verk þeirra. Þar verður einnig hægt að horfa á fyrirlestrana að þeim loknum. Verkefnið er styrkt af Nordic Culture Point sjóðnum.

Verkefnisstjórar Panora eru Halldóra Ingimarsdóttir og Guðni Gunnarsson

http://panora.is/